Chelsea sannfærandi í grannaslagnum

Hnugginn Sergio Reguilon er Kai Havertz faðmar markaskorarann N'Golo Kanté …
Hnugginn Sergio Reguilon er Kai Havertz faðmar markaskorarann N'Golo Kanté í Lundúnum í dag. AFP

Chelsea er komið upp að hlið Liverpool og Manchester United á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir sannfærandi 3:0-sigur á nágrönnum sínum í Tottenham á útivelli í dag.

Eftir markalausan fyrri hálfleik var það miðvörðurinn Thiago Silva sem kom Chelsea í forystu með skallamarki í kjölfar hornspyrnu Marcos Alonso. Gestirnir gengu svo á lagið og komust í 2:0 tæpum tíu mínútu síðar, skot N'Golo Kanté utan teigs fór af varnarmanni og þaðan í netið.

Antonio Rudiger rak svo smiðshöggið á sigurinn í uppbótartíma með marki af stuttu færi eftir sendingu frá varamanninum Timo Werner. Chelsea er því, ásamt United og Liverpool, með 13 stig á toppnum. Tottenham er í 7. sæti með níu stig en liðið hefur nú tapað tveimur í röð.

Tottenham 0:3 Chelsea opna loka
90. mín. Antonio Rüdiger (Chelsea) skorar 0:3 - Öruggt! Werner rennir boltanum fyrir markið og Rudiger er mættur til að stýra honum í fjærhornið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert