Frá Juventus til Chelsea?

Matthijs De Ligt er á óskalista Chelsea.
Matthijs De Ligt er á óskalista Chelsea. AFP

Hollenski miðvörðurinn Matthijs de Ligt er á óskalista enska knattspyrnufélagsins Chelsea. Það er Mirror sem greinir frá þessu.

De Ligtj, sem er einungis 22 ára gamall, gekk til liðs við Juventus frá Ajax sumarið 2019 fyrir 68 milljónir punda.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann verið lykilmaður á Ítalíu en samningur hans við Juventus rennur út sumarið 2024. 

Hann á að baki 31 A-landsleik fyrir Holland þar sem hann hefur skorað tvö mörk en öll stærstu lið Evrópu reyndu að fá hann þegar hann yfirgaf Ajax sumarið 2019.

Juventus vill fá í kringum 70 milljónir punda fyrir leikmanninn en félagið er sagt opið fyrir því að selja miðvörðinn þar sem það er í miklum fjárhagsvandræðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert