Fonseca í viðræðum við Newcastle

Paulo Fonseca stýrði síðast Roma.
Paulo Fonseca stýrði síðast Roma. AFP

Nýir eigendur enska knattspyrnufélagsins Newcastle United hafa þegar hafið viðræður við portúgalska knattspyrnustjórann Paulo Fonseca. Þó verður rætt við fleiri stjóra er Newcastle leitar að nýjum langtímakosti í stöðuna.

Enska dagblaðið Telegraph greinir frá því að nýju eigendurnir hafi þegar haft samband við Fonseca í sumar, áður en yfirtaka sádi-arabíska fjárfestahópsins var samþykkt og frágengin.

Hann er atvinnulaus um þessar mundir eftir að hafa yfirgefið ítalska félagið Roma að loknu síðasta tímabili. Fonseca var nálægt því að taka við Tottenham Hotspur í sumar en samningaviðræður sigldu í strand.

Steve Bruce lét af störfum sem knattspyrnustjóri Newcastle í morgun.

Af öðrum kostum í starfið sem Newcastle er að íhuga eru Frank Lampard, Eddie Howe og Steven Gerrard, knattspyrnustjóri Skotlandsmeistara Rangers, ofarlega á blaði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert