West Ham staðfestir komu Ítalans

Gianluca Scamacca í landsleik með Ítalíu.
Gianluca Scamacca í landsleik með Ítalíu. AFP

Enska knattspyrnufélagið West Ham United var rétt í þessu að staðfesta komu ítalska framherjans Gianluca Scamacca til félagsins á fimm ára samning.

Hinn 23 ára gamli Scamacca kemur frá Sassuolo á Ítalíu þar sem hann skoraði 16 mörk í efstu deild ítalska fótboltans á síðustu leiktíð. 

„Ég get ekki beðið eftir því að spila og sýna stuðningsmönnum West Ham hvað ég get. Það hefur lengi verið draumur hjá mér að spila í ensku úrvalsdeildinni“ sagði Scamacca sem mun klæðast treyju númer 7 hjá Lundúnarfélaginu. Hann er 1.95 sentímetrar á hæð og á sjö landsleiki að baki fyrir A-landslið Ítalíu.

Scamacca er fjórði leikmaðurinn sem West Ham kaupir í sumar á eftir Nayef Aguerd, Alphonse Areloa og Flynn Downes.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert