Leikmaður Liverpool gæti verið lengi frá

Alex Oxlade-Chamberlain með boltann í leik gegn Manchester United á …
Alex Oxlade-Chamberlain með boltann í leik gegn Manchester United á undirbúningstímabilinu. AFP/Jack Taylor

Enski knattspyrnumaðurinn Alex Oxlade-Chamberlain verður frá keppni næstu vikurnar vegna meiðsla sem hann varð fyrir á undirbúningstímabilinu með enska úrvalsdeildarliðinu Liverpool.

Oxlade-Chamberlain meiddist á læri og Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri liðsins, segir meiðslin vera alvarleg og að miðjumaðurinn gæti verið lengi frá.

„Hann gæti verið lengi frá. Þetta eru alvarleg meiðsli í læri. Við hötum svona meiðsli, en þetta getur gerst og Ox var sá óheppni núna,“ sagði Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Manchester City í Samfélagsskildinum í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert