Nýi maðurinn atkvæðamikill í sigri Liverpool

Nýi maðurinn Darwin Núnez stal senunni í dag.
Nýi maðurinn Darwin Núnez stal senunni í dag. AFP

Liverpool vann 3:1 sigur á Manchester City í leik liðanna um Samfélagsskjöldinn í fótbolta á King Power-vellinum í Leicester í dag.

Bæði lið léku í sínum hefðbundnu treyjum og það var Liverpool sem byrjaði með boltann. 

Mohamed Salah var mjög sýnilegur í leiknum og á fjórðu mínútu lék hann sér að Joao Cancelo í vörninni og komst í gott skotfæri en setti boltann framhjá. 

Trent Alexander-Arnold kom Liverpool yfir á 21. mínútu með skoti fyrir utan teiginn sem fór af kollinum á Nathan Aké og í netið framhjá Ederson, 1:0. 

Eftir þetta gerðu City-menn sig líklega á köflum. Bæði Kevin De Bruyne og Erling Haaland fengu góð færi en náðu ekki að nýta þau. 

Argentínumaðurinn Julian Álvarez jafnaði svo metin fyrir Manchester City á 70. mínútu þegar hann fygldi á eftir skot Phil Foden, 1:1 og City-menn búnir að jafna. 

Markið var hinsvegar dæmt af þar sem dómaraninir vildu meina að Foden væri rangstæður. VAR-sjáinn tók svo við og dæmdi markið gott og gilt þar sem Englendingurinn var ekki rangstæður.

Á 82. mínútu fékk svo Rúben Dias dæmda á sig vítaspyrnu þegar Darwin Núnez skallaði boltann í höndina á honum. Að vana steig Mo Salah á punktinn og setti boltann neðarlega í hægrahornið þar sem Ederson náði ekki til hans og Liverpool-menn komnir yfir á nýjan leik. 

Það var svo nýi maðurinn Darwin Núnez sem innsiglaði sigur Liverpool á 94. mínútu er hann fékk skallasendingu fyrir frá Andy Robertson og skallaði hann framhjá Ederson, 3:1 og Núnez fangaði innilega þessu marki í sínum fyrsta mótsleik fyrir Liverpool. 

Erling Haaland klúðraði svo ótrúlegu færi á sjöundu mínútu uppbótartímans. þá fylgdi hann á eftir skot Foden og var með opið mark fyrir framan sig. Hann hinsvegar negldi boltanum í slánna og yfir. 

Fleiri urðu mörkin ekki og það er því Liverpool sem vinnur samfélagsskjöldinn þetta árið. 

Liðsmenn Liverpool fagna marki Mohamed Salah ásamt stuðningsmönnum.
Liðsmenn Liverpool fagna marki Mohamed Salah ásamt stuðningsmönnum. AFP
Trent Alexander-Arnold fangar marki sínu í dag.
Trent Alexander-Arnold fangar marki sínu í dag. AFP
Mohamed Salah og Joao Cancelo í leiknum í dag.
Mohamed Salah og Joao Cancelo í leiknum í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert