Nýliðarnir fá tólfta leikmanninn

Orel Mangala er orðinn leikmaður Nottingham Forest.
Orel Mangala er orðinn leikmaður Nottingham Forest. Ljósmynd/Nottingham Forest

Fá félög í Evrópufótboltanum hafa verið jafn dugleg á leikmannamarkaðinum og Nottingham Forest, nýliðar í ensku úrvalsdeildinni.

Félagið fékk til sín tólfta leikmanninn í sumar í dag er það gekk frá kaupum á Orel Mangala frá Stuttgart í Þýskalandi.  

Mangala, sem er 24 ára, hefur leikið með Stuttgart frá árinu 2017. Hann lék 95 leiki með liðinu í efstu deild Þýskalands og skoraði í þeim þrjú mörk. Þá hefur hann leikið tvo leiki fyrir belgíska landsliðið.

Forest hefur þegar fengið til sín þá Taiwo Awoniuy, Neco Williams, Moussa Niakhaté, Omar Richards, Lewis O‘Brien, Giulian Biancone, Harry Toffolo, Jesse Lingard, Brandon Aguilera og Dean Henderson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert