Rúnar gæti farið til Tyrklands

Rúnar Alex Rúnarsson gæti farið til Tyrklands.
Rúnar Alex Rúnarsson gæti farið til Tyrklands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rúnar Alex Rúnarsson, landsliðsmarkvörður í fótbolta, gæti farið frá Arsenal á Englandi og til félags í Tyrklandi. Rúnar er ekki inni í myndinni hjá Mikel Arteta, knattspyrnustjóra Arsenal.

The Evening Standard greinir frá áhuga tyrkneskra félaga á Rúnari. Hann var lánaður til OH Leuven í Belgíu á síðasta tímabili.

Rúnar kom til Arsenal frá Dijon í Frakklandi árið 2020 og hefur alls leikið sex leiki með liðinu. Fjóra í Evrópudeildinni, einn í deildabikarnum og einn í ensku úrvalsdeildinni.

Hann hefur leikið 17 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert