Vill henda VAR í ruslið

Michail Antonio fagnar í leiknum gegn West Ham.
Michail Antonio fagnar í leiknum gegn West Ham. AFP/Adrian Dennis

Knattspyrnumaðurinn Michail Antonio hjá West Ham er allt annað en sáttur við myndbandsdómgæslu ensku úrvalsdeildarinnar.

Antonio og félagar skoruðu mark sem dæmt var af á lokamínútunni gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni síðastliðinn laugardar. Eftir skoðun myndbandsdómara var Jarrod Bowen að lokum dæmdur brotlegur fyrir brot á Edouard Mendy í marki Chelsea.

Dómurinn var harðlega gagnrýndur, enda kolrangur, þrátt fyrir hjálp myndbandsdómara við að komast að niðurstöðu.

„Þetta var fáránlegt, gjörsamlega fáránlegt,“ sagði Antonio við BBC. „Við vissum allir að það var ekkert að þessu. Myndbandsdómarar láta dómara leiksins efast um sig. Dómarar láta myndbandsdómara hafa áhrif á sig og þeir eru hræddir að vera ósammála.

VAR tekur ástríðuna úr leiknum, því þú veist ekki hvort markið sem þú varst að skora verður dæmt gilt. Það er verið að eyða öllum þessum peningum í VAR, en samt eru teknar rangar ákvarðanir. Ég hef áður sagt þetta, en það á að henda VAR í ruslið,“ sagði Antonio.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert