Ronaldo rekinn frá Manchester?

Cristiano Ronaldo hefur að öllum líkindum spilað sinn síðasta leik …
Cristiano Ronaldo hefur að öllum líkindum spilað sinn síðasta leik fyrir Manchester United. AFP/Oli Scarff

Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Manchester United leita nú allra leiða til þess að rifta samningi Portúgalans Cristianos Ronaldos.

Það er Sportsmail sem greinir frá þessu en Ronaldo, sem er 37 ára gamall, fór í einkaviðtal hjá fjölmiðlamanninum Piers Morgan á dögunum þar sem hann fór ófögrum orðum um bæði félagið, forráðamenn félagsins, stjórann Erik ten Hag og fyrrverandi og núverandi samherja sína.

Sportsmail greinir meðal annars frá því að til standi að reka leikmanninn, án þess að borga honum krónu, en hann þénar í kringum 600.000 pund á viku í Manchester.

Ronaldo hefur ekki átt fast sæti í byrjunarliði United á leiktíðinni og frá því að Ten Hag tók við stjórnartaumunum á Old Trafford en hann á að baki 346 leiki fyrir félagið í öllum keppnum þar sem hann hefur skorað 145 mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert