Ten Hag valinn stjóri mánaðarins

Erik ten Hag hefur verið útnefndur knattspyrnustjóri mánaðarins í tvígang …
Erik ten Hag hefur verið útnefndur knattspyrnustjóri mánaðarins í tvígang á tímabilinu. AFP/Paul Ellis

Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur verið útnefndur stjóri febrúarmánaðar í ensku úrvalsdeildinni.

Undir stjórn Hollendingsins fór Man. United taplaust í gegnum mánuðinn og krækti í tíu stig í fjórum leikjum.

Liðið vann og gerði jafntefli við Leeds United og hafði betur gegn Crystal Palace og Leicester City.

Mánuðurinn reyndist liðinu sérlega góður þar sem það vann enska deildabikarinn undir lok mánaðarins, auk þess sem Marcus Rashford var fyrr í dag útnefndur besti leikmaður febrúar.

Ten Hag hefur nú verið útnefndur knattspyrnustjóri mánaðarins í tvígang á tímabilinu eftir að hafa einnig unnið til verðlaunanna í september síðastliðnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert