Nálægt því að framlengja við Liverpool

Trent Alexander-Arnold.
Trent Alexander-Arnold. AFP/Lindsey Parnaby

Knattspyrnumaðurinn Trent Alexander-Arnold er nálægt því að skrifa undir nýjan samning við uppseldisfélag sitt Liverpool.

Það er Football Insider sem greinir frá þessu en Alexandar-Arnold, sem er 24 ára gamall, lék sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir félagið árið 2016.

Hann er varafyrirliði félagsins í dag en núgildandi samningur hans rennur út sumarið 2025.

Í frétt Football Insider kemur meðal annars fram að Alexander-Arnold muni fá umtalsverða launahækkun og mun hann þéna í kringum 200.000 pund á viku en það samsvarar rúmlega 33,5 milljónum íslenskra króna.

Alls á hann að baki 278 leiki fyrir Liverpool þar sem hann hefur skorað 16 mörk og lagt upp önnur 73 en hann hefur unnið allt sem hægt er að vinna sem knattspyrnumaður með Liverpool.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert