Arteta hjólaði í dómgæsluna (myndskeið)

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri karlaliðs Arsenal, var allt annað en sáttur eftir tap sinna manna fyrir Newcastle, 1:0, í ensku úrvalsdeildinni í Newcastle í gær. 

Sigurmark Newcastle-manna skoraði kantmaðurinn Anthony Gordon en var markið síðan skoðað frá þremur vinklum í VAR-sjánni. 

Fyrst að boltinn hafi verið farinn út af þegar að Joe Willock náði til hans. svo að Joelinton hafi brotið á Gabriel er hann kom boltanum á Anthony Gordon sem skoraði, en VAR skoðaði einnig hvort hann hafi verið rangstæður.

Að lok­um komst dóm­arat­eymið að þeirri niður­stöðu að bolt­inn hefði ekki farið útaf, Joel­int­on hafi ekki gerst brot­leg­ur og Gor­don ekki verið rang­stæður. Því stóð markið.

Spurður út í þennan dóm og fleiri í leiknum á blaðamannafundi í gær var Arteta allt annað en sáttur og sagði dóminn vera til skammar. 

Myndbrot af fundinum má sjá hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert