Rúnar Alex Rúnarsson er farinn frá enska knattspyrnufélaginu Arsenal og náði hann í dag samkomulagi við félagið um riftun á samningi sínum.
Rúnar átti hálft ár eftir af samningi sínum en hann gengur nú til liðs við danska félagið FC Kaupmannahöfn.
Í tilkynningu félagins óska forráðamenn Arsenal honum góðs gengis en hann gekk til liðs við Arsenal í september árið 2020 frá franska félaginu Dijon FCO.
Hann á að baki 6 leiki með Arsenal. Rúnar hefur verið í láni í vetur hjá velska félaginu Cardiff en hann heldur nú til Danmerkur.
Wishing you all the best, Alex 💪
— Arsenal (@Arsenal) February 1, 2024