Skoraði eftir 37 sekúndur (myndskeið)

Hinn ungi og efnilegi framherji Rasmus Höjlund skoraði fyrsta mark leiksins er Manchester United tók forystuna gegn Luton Town í 25. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag. 

Höjlund þurfti bara eitt mark til þess að slá met en hann er nú yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar til þess að skora í sex leikjum í röð. Rasmus Höjlund skoraði svo annað mark United á sjöundu mínútu leiksins og kom gestunum í 2:0. 

Höjlund hefur verið á skotskónum undanfarið en hann skoraði ekkert í fyrstu fimmtán leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni.

Mörkin tvö má sjá hér í spilaranum að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr ensku úrvalsdeildinni í samvinnu við Símann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert