Borinn útaf á sjúkrabörum í úrslitaleiknum

Gravenberch var borinn útaf.
Gravenberch var borinn útaf. AFP

Ryan Gravenberch, leikmaður Liverpool, meiddist á illa á ökkla eftir tæklingu frá Moises Caicedo og þurfti að fara af velli á börum.

Liverpool og Chelsea mætast nú í úrslitaleik enska deildabikarsins á Wembley-leikvanginum í London en Liverpool-menn stilla upp yngra og óreyndara byrjunarliði en vanalega vegna fjölda meiðsla í herbúðum félagsins. 

Gravenberch byrjaði á miðjunni hjá Liverpool ásamt þeim Alexis Mac Allister og Wataru Endo en á 23. mínútu leiksins var Gravenberch tæklaður af Caicedo og gat hann ekki haldið leik áfram. Í hans stað kom Joe Gomez inn á og var hinn ungi Conor Bradley sem venjulega leikur sem bakvörður færður á miðjuna. 

Margir lykilmenn Liverpool eru nú frá vegna meiðsla en Jürgen Klopp er án þeirra Trent Alexander-Arnold, Alisson, Dominik Szoboszlai, Diogo Jota, Thiago, Joel Matip og Curtis Jones í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert