Tólf búnir að skora þrennu (myndskeið)

Alls hafa tólf þrennur litið dagsins ljós á yfirstandandi tímabili í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla.

Erling Haaland, Phil Foden, Son Heung-Min og Ollie Watkins eru á meðal þeirra leikmanna sem hafa skorað þrennu á tímabilinu en aðrir sem hafa náð því eru kannski ekki þau nöfn sem margir hefðu búist við fyrir fram.

Chris Wood, Eljiah Adebayo, Nicolas Jackson, Eddie Nketiah, Matheus Cunha og Dominic Solanke eru þeirra á meðal.

Allar tólf þrennur tímabilsins til þessa má sjá í spilaranum hér að ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert