Einn af nýjum mönnunum hetja United í fyrsta leik

Joshua Zirkzee skoraði sigurmarkið.
Joshua Zirkzee skoraði sigurmarkið. AFP/Darren Staples

Joshua Zirkzee var hetjan þegar að Manchester United sigraði Fulham, 1:0, Fulham í upphafsleik ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu á Old Trafford í kvöld. 

Bruno Fernandes fékk tvö dauðafæri í fyrri hálfleik en í bæði skipti varði Bernd Leno vel frá honum. 

Mason Mount fékk síðan dauðafæri á 53. mínútu en enn varði Bernd Leno. 

Sigurmarkið skoraði hins vegar nýi maðurinn Joshua Zirkzee á 87. mínutu en hann kom inn á í seinni hálfleik. 

Þá fékk hann sendingu á miðjan teiginn frá Alejandro Garnacho og stýrði boltanum listilega í netið, 1:0. Reyndist það vera sigurmarkið. 

Manchester United heimsækir Brighton í næstu umferð en Fulham fær Leicester í heimsókn. 

Adama Traoré keyrir með boltann. United-maðurinn Casemiro eltir hann.
Adama Traoré keyrir með boltann. United-maðurinn Casemiro eltir hann. AFP/Darren Staples
Man. United 1:0 Fulham opna loka
90. mín. Fjórum mínútum bætt við.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert