Tottenham sigraði - Villa með dramatískan sigur

James Maddison skoraði þriðja mark Tottenham í dag.
James Maddison skoraði þriðja mark Tottenham í dag. AFP/Glyn Kirk

Sex leikir í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu voru að klárast rétt í þessu. 

Tottenham hafði betur gegn Brentford, 3:1, á heimavelli í dag. Bryan Mbuemo kom gestunum yfir á 1. mínútu leiksins.  

Dominic Solanke jafnaði metin fyrir Tottenham á 8. mínútu. Brennan Johnson kom síðan Tottenham yfir á 28. mínútu.  

James Maddison gerði út um leikinn fyrir Tottenham á 85. mínútu með marki.  

Landsliðsmarkvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson var ónotaður varamaður hjá Brentford í dag.  

Fulham og Villa sigruðu

Fulham vann sterkan 3:1-sigur á Newcastle í Lundúnum. Raúl Jiménez skoraði snemma fyrir Fulham. Emile Smith Rowe tvöfaldaði síðan forystu Fulham á 22. mínútu.  

Harvey Barnes minnkaði muninn fyrir Newcastle á 46. mínútu. Reiss Nelson innsiglaði síðan sigur Fulham á annarri mínútu uppbótartíma með marki. 

Aston Villa hafði betur gegn Wolves, 3:1, í Birmingham í dag. Brasilíumaðurinn Matheus Cunha kom Wolves yfir á 25. mínútu.  

Ollie Watkins jafnaði metin fyrir Aston Villa á 73. mínútu.  Enski varnarmaðurinn Ezri Konsa kom Aston Villa yfir á 89. mínútu.  

Hinn sjóðheiti Jhon Durán skoraði síðan þriðja mark Villa á fjórðu mínútu uppbótartíma.

Tvö 1:1-jafntefli

Leicester og Everton skildu jöfn, 1:1, í dag. Everton tók forystuna á 12. mínútu með marki frá Illiman Ndiaye. Stephy Mavidid jafnaði fyrir Leicester á 73. mínútu.  

Southampton og Ipswich gerðu 1:1-jafntefli í nýliðaslag í dag. Southampton komst yfir á 5. mínútu með marki frá Tyler Dibling.  

Sam Morsby jafnaði metin á fimmtu mínútu uppbótartíma fyrir Ipswich og skiptu liðin því með sér stigunum. 

Liverpool vann þægilegan 3:0-sigur á Bournemouth í aðalleik dagsins. Mbl.is fylgdist vel með leiknum í beinni textalýsingu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert