Scholes spáir Liverpool velgengni

Scholes hefur trú á Liverpool.
Scholes hefur trú á Liverpool. AFP/Sang Tan

Fyrrverandi miðjumaður Manchester United, Paul Scholes, segir Liverpool geta barist um Englandsmeistaratitilinn.

„Þeir eiga fimm eða sex góða sóknarmenn. Í hópnum þeirra eru líka fimm eða sex miðjumenn sem geta allir hlaupið og eru líkamlega sterkir og góðir leikmenn. Það eina sem truflar mig er Forest leikurinn“ sagði Scholes en Liverpool tapaði 1:0 á heimavelli fyrir Notthingham Forest í þriðju umferð ensku úrvalsdeildarinnar

„Ég sé ekki marga veikleika í liðinu. Mögulega eru þeir veikir fyrir ef Virgil van Dijk eða Ibrahima Konate meiðast“, bætti Scholes við í hlaðvarpi Sky, The Overlap Fan Debate.

Joel Matip fór frá Liverpool í sumar en Joe Gomez og hinn ungi Jarell Quansah eru hinir möguleikar Arne Slot í miðvarðarstöðuna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert