Manchester United stefnir á titilinn

Leikmenn Manchester United fagna marki.
Leikmenn Manchester United fagna marki. AFP/Paul ELlis

Omar Berrada, framkvæmdastjóri enska knattspyrnufélagsins Manchester United, hefur tjáð starfsfólki félagsins það að United ætli sér að verða Englandsmeistari árið 2028.

Það er The Athletic sem greinir frá þessu en Berrada tók við sem framkvæmdastjóri hjá félaginu í júní í sumar eftir að hafa verið yfirmaður hjá nágrönnunum í Manchester City í fjölda ára.

Félagið var stofnað í Newton Heath, árið 1878 og markmiðið er því að verða Englandsmeistari á 150 ára afmælisárinu.

Félaginu hefur ekki gengið vel á undanförnum árum og hefur ekki unnið ensku úrvalsdeildina síðan árið 2013.

Frá því að Sir Alex Ferguson stýrði liðinu, á árunum 1986 til 2013, hafa átta stjórar verið við stjórnvölinn hjá félaginu, á ellefu ára tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert