Byrjunarliðin í stórleiknum – nýtt miðvarðarpar

Erling Haaland byrjar að sjálfsögði inná í stórleik dagsins.
Erling Haaland byrjar að sjálfsögði inná í stórleik dagsins. AFP/Paul Ellis

Stórleikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni hefst klukkan 17:30 en þá eigast við Manchester City og Tottenham.

Bæði lið eru að glíma við töluverð meiðslavandræði en hjá Manchester City eru Ruben Días, Mateo Kovacic, Rodri, Jeremy Doku og Oscar Bobb allir frá vegna meiðsla.

Hjá Tottenham eru Mikey Moore, Micky Van de Ven, Christian Romero, Richarlison og Wilson Odobert meiddir og þá er Rodrigo Bentancur í leikbanni. Miðvarðapar Tottenham í dag samanstendur af Radu Dragusin og Ben Davies sem fá það verkefni að glíma við Erling Haaland.

Byrjunarliðin eru eftirfarandi:

Manchester City: Ederson, Walker, Stones, Akanji, Gvardiol, Lewis, Gundogan, Bernardo Silva, Savinho, Foden, Haaland.

Tottenham: Vicario, Porro, Dragusin, Davies, Udogie, Sarr, Bissouma, Maddison, Kulusevski, Son, Solanke.

Leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á mbl.is og má smella á fréttina hér fyrir neðan til að komast inn á lýsinguna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka