Vill leikmenn eins og Roy Keane

Rúben Amorim.
Rúben Amorim. AFP/Patricia De Melo Moreira

Rúben Amorim, nýr stjóri Manchester United, vonar að félagið muni fá leikmenn eins og Roy Keane.

„Roy Keane var risastór leikmaður og mér líkar við leikmenn með karakter. Ég held að þeir geti bætt sig. Það var ekki aðeins hvað Roy Keane gerði á vellinum, heldur einnig hversu mikil áhrif hann hafði á aðra leikmenn,“ sagði Amorim í viðtali á Sky Sports.

Roy Keane átti farsælan feril hjá Manchester United en hann vann með félaginu ensku úrvalsdeildina sjö sinnum, Meistaradeildina einu sinni og enska bikarinn fjórum sinnum.

„Þú þarft að hafa svona leikmenn í stórum félögum. Ég vona að við munum í framtíðinni hafa leikmenn eins og Roy Keane,“ bætti hann við.

Manchester United mætir Ipswich á morgun í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta leik Rúben Amorim sem stjóri liðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka