Cloud9 nýtur tímans á Íslandi

Perkz, leikmaður Cloud9, sýndi glæsilega æfingaaðstöðu Dusty í myndbandi Cloud9.
Perkz, leikmaður Cloud9, sýndi glæsilega æfingaaðstöðu Dusty í myndbandi Cloud9. Skjáskot/youtube.com/Cloud9LoL

Liðið Cloud9 fór í samstarf við íslenska rafíþróttaliðið Dusty í aðdraganda heimsmeistaramótsins í League of Legends sem hefst í Laugardalshöll á morgun. Hafa leikmenn Cloud9 notið tímans á Íslandi ef marka má myndband sem þeir sendu frá sér í síðustu viku.

Sýna frá æfingaaðstöðu Dusty

Leikmenn Cloud9 mættu snemma til Íslands til að hefja æfingar og aðlagast lífinu hér á landi. Cloud9 fékk afnot af æfingaaðstöðu Dusty þar sem þeir æfðu fram að móti. Hefur mbl.is áður greint frá því að Cloud9 lýsti yfir þakklæti sínu í garð samstarfsins með Dusty.

Cloud9 sendi frá sér myndband á YouTube þar sem þeir tala um upplifun sína á Íslandi og sýna frá því hvað annað þeir hafa gert á Íslandi en að stunda rafíþróttir. Í myndbandinu fer Perkz, leikmaður Cloud9, fer með áhorfendur í skoðunarleiðangur um glæsilega æfingaaðstöðu Dusty.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert