Nýr karakter í Valorant

Chamber er nýr karakter í leiknum Valorant.
Chamber er nýr karakter í leiknum Valorant. Grafík/Riot Games

Leikurinn Valorant hefur notið mikilla vinsælda frá því að hann kom út í fyrra. Frá útgáfu leiksins hafa ýmsir hlutir bæst við leikinn í mörgum uppfærslum. Í gær bættist við nýr karakter sem ber nafnið Chamber.

Aðdáendur hafa beðið eftir nýja karakternum Chamber, en Riot Games, útgefandi Valorant, hefur kitlað að nýjum karakter undanfarna mánuði. Chamber er franskur vel klæddur karakter sem bættist við leikinn í uppfærslu í gær.

Hefur skemmtilega eiginleika

Chamber hefur möguleika á tveimur einstökum vopnum, en þau eru þunga skammbyssu og riffil sem fella óvini í einu skoti. Karakterinn hefur þrjá eiginleika, og einn aðal-eiginleika.

Með „The Headhunter“ eiginleikinn getur hann notað þungu skammbyssuna sem áður var nefnd. „Trademark“ eiginleikinn gerir Chamber kleift að setja niður gildrur fyrir óvini.

Með „Rendezvous“ eiginleikanum getur Chamber sett niður fjarflutningatæki sem hann getur notað til að ferðast á milli staða. Aðal-eiginleikinn hans er „Tour De Force“ sem gefur honum riffilinn sem áður var nefndur. 

Nú geta allir spilað Chamber sem varð aðgengilegur í leiknum Valorant í gær.  Leikurinn er frír til spilunar og hægt er að nálgast hann hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert