Fylgdu takti tónlistarinnar í nýjum leik

Sprengjusérfræðingurinn Ziggy er aðalsögupersóna leiksins Hextech Mayhem.
Sprengjusérfræðingurinn Ziggy er aðalsögupersóna leiksins Hextech Mayhem. Skjáskot/Hextech Mayhem

Leikjaútgefandinn Riot Forge gaf út leikinn Hextech Mayhem síðastliðinn þriðjudag. Leikurinn er smáleikur sem innheldur karaktera úr leiknum League of Legends.

Gefa út leiki með karakterum úr League of Legends

Riot Forge er útgáfufyrirtæki innan Riot Games, en fyrirtækið framleiðir leiki sem innihalda karaktera úr leiknum League of Legends. Fyrirtækið hefur gefið út nokkra leiki áður og má finna fleiri upplýsingar um þá hér.

Nýjasti leikur þeirra, Hextech Mayhem, er smáleikur sem hægt er að spila á Nintendo Switch, Steam, Epic Games og GOG. Leikurinn verður einnig aðgengilegur á Netflix þegar streymisveitan bætir við sig möguleika á tölvuleikjaspilun. Hægt er að nálgast leikinn á Steam hér

Tónlistin spilar stórt hlutverk

Tónlist spilar stórt hlutverk í leiknum, en leikurinn snýst um að framkvæma aðgerðir í takt við tónlist hvers borðs fyrir sig. Leikmenn spila sem sprengjusérfræðingurinn Ziggy sem þrammar í gegnum Piltover hverfið. 

Hextech Mayhem er er auðveldur leikur, en aðeins þarf að nota örfáa lykla á lyklaborðinu til þess að spila, og hentar því leikurinn öllum aldurshópum. Leikmenn þurfa að bregðast fljótt við til að fylgja takti tónlistarinnar til að komast í gegnum borðin í leiknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert