Bönnuðu yfir 70,000 aðganga

Grafík/Krafton

Tölvuleikjafyrirtækið Krafton bannaði yfir 71,000 aðganga í tölvuleiknum Battleground Mobile India vikuna 26. desember til 2. janúar.

Er þetta hluti af ströngum aðgerðum sem fyrirtækið grípur til gegn leikmönnum sem staðnir eru að því að svindla og hafa neikvæð áhrif á upplifun annarra innanleikjar.

Fyrirtækið hefur einnig birt lista yfir þá aðganga sem bannaðir eru en í síðasta mánuði tilkynnti Krafton það að fyrirtækið muni banna þau tæki og tól sem svindlarar notast við til þess að svindla í battle royale símaleiknum.

Bannar fyrirtækið þá aðganga sem hafa nálgast leikinn frá óopinberum uppruna eða hafa einhver ólögleg aukaforrit uppsett í símanum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert