Fjórða tímabil Call of Duty í loftið

Fjórða tímabilið í Call of Duty: Warzone og Vanguard, Mercenaries …
Fjórða tímabilið í Call of Duty: Warzone og Vanguard, Mercenaries of Fortune, er hafið. Grafík/Activision Blizzard

Fjórða tímabilið í Warzone og Vanguard, Mercenaries of Fortune, er hafið og færir leikmönnum ný tækifæri og krefjandi áskoranir.

Í Warzone geta leikmenn spilað á glænýja kortinu Fortune's Keep í nýjum battle royale-leikham. Caldera verður einnig uppfært, þá kemur Storage Town aftur og með viðbættum „micro points of interest“.

Leikhamir á borð við Golden Plunder, Rebirth of the Dead og Titanium Trials: Endurance verða einnig spilanlegir auk nýrra eiginleika eins og brynvarða jeppa, hraðbanka, EMP handsprengju og fleira.

Vaðið í mýrum Shi No Numa

Í Vanguard býðst leikmönnum að berjast á orrustuskipi í fjölspilunarkortinu USS Texas 1945 og að vaða hættulegar mýrar í Shi No Numa. 

Blueprint Gun Game Debut-leikhamurinn snýr aftur þar sem leikmenn keppast við að komast fyrstir í gegnum öll vopnin til þess að sigra.

Nánari upplýsingar um Mercenaries of Fortune í Vanguard og Warzone má lesa hér í færslu á opinberu Call of Duty-heimasíðunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert