Nýtt hæfileikatré í World of Warcraft

Breytingar verða gerðar á uppbyggingu persóna í World of Warcraft …
Breytingar verða gerðar á uppbyggingu persóna í World of Warcraft þegar Dragonflight kemur út. Grafík/Activision Blizzard

Uppbyggingu persóna í World of Warcraft verður hagað öðruvísi þegar Dragonflight kemur út, en Blizzard fór yfir það sem og hæfileika Presta með nýrri bloggfærslu.

Megnið af hæfileikakerfinu helst óbreytt frá fyrri aukapakkanum en það verða nokkrar stórar breytingar gerðar. Sú stærsta verandi annað hæfileikatré til þess að eyða stigum í. 

Tvö hæfileikatré

Leikmenn geta eytt stigum í tvö hæfileikatré í Dragonflight, annarsvegar klassa-tré og hinsvegar sérhæfingatré.

Með þessu er verið að draga úr mörkunum á milli hefðbundinna sérhæfinga og gerir leikmönnum jafnframt kleift að blanda saman eiginleikum til þess að gera persónuna sína einstaka.

„Nokkur af okkar stærstu markmiðum varðandi endurbætur á klössum og hæfileikum eru að auka umboð leikmanna okkar yfir árangri og uppbyggingu persóna þeirra, veita innihaldsrík verðlaun við að hækka um reynsluþrep og styrkja tengslin á milli persónunnar og bæði klassans og sérhæfinga hennar,“ sagði Blizzard í bloggfærslu.

Mest notuðu fást fyrst

Hæfileikatré Presta, og annarra klassa, verða sértækari í Dragonflight en Blizzard sagði þau mikilvægustu, þau sem nánast allir leikmenn munu nota, vera:

Lærðir hæfileikar frá fyrstu tíu reynsluþrepunum

Hæfileikar sem lærast sjálfkrafa

Hæfileikar sem eru efst í leikjatrénu, þ.a.l með þeim fyrstu sem leikmenn læra

Fá stig við hvert þrep

Þetta gerir það að verkum að leikmenn þurfa ekki að eyða stigum í grundvallarhæfileika þegar þeir sníða persónuna sína að sér. Frá tíunda reynsluþrepi fá leikmenn klassastig og sérhæfingakastig til skiptis. 

Þá fá leikmenn klassastig við að ná upp í tíunda reynsluþrep og sérhæfingastig við það ellefta og svo framvegis.

Ekki verður hægt að safna stigum og búast við því að ná árangri svoleiðis þar sem Blizzard sagði að nokkrar raðir í hæfileikatrjánum opnist aðeins eftir að leikmenn hafi notað ákveðið mörg stig.

Nánar um þetta og uppbyggingu Presta má lesa í bloggfærslu á opinberu heimasíðu World of Warcraft.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert