Vendingar á leikmannamarkaði

Tíma hans hjá NIP er lokið.
Tíma hans hjá NIP er lokið. Ljósmynd/HLTV

Undirbúningur fyrir keppnisárið 2023 er hafið hjá Counter-Strike liðum um allan heim, en nú velta mörg lið fyrir sér hvernig þau geti náð árangri og hvort liðið þeirra sé nógu gott. 

Ninjas in Pyjamas er sænskt lið sem ætlaði sér stóra hluti árið 2022 en gekk ekki alveg nógu vel, þeir keyptu stórstjörnuna „dev1ce“ sem átti að koma þeim á hærra stig en það gekk ekki eftir því dev1ce eyddi meirihluta ársins frá keppni vegna andlegrar heilsu. 

Hafði sannað sig annarsstaðar

Ninjas in Pyjamas snéri sér þá að leikmanninum Patrick „es3tag“ Hansen, sem hafði sýnt góða takta með liðinu Heroic á árunum 2017 til 2020. Hann eyddi nokkrum tíma í öðrum liðum, Astralis, Cloud9 og Complexity en náði sér aldrei á strik þar.

Ninjas in Pyjamas keypti hann í von um að ná að virkja hann aftur og á árinu 2022 náðu liðið ágætum árangri á mótum og fóru langt í nokkrum mótum en enginn árangur til að státa sig af.

Ninjas in Pyjamas hefur eytt síðasta hluta ársins að reyna endurskipuleggja liðið og einn liðurinn í því að undirbúa fyrir næsta keppnisár að láta „es3tag“ fara.

Hann var settur á bekkinn í vikunni og leyft að skoða sig um, og finna sér nýtt lið. 

Astralis leita að sigrum

Astralis hefur undanfarið farið í gegnum miklar breytingar á liðinu en tilkynnt var í vikunni að bráðabirgðaþjálfari þeirra hafi verið ráðinn og fengi að vera aðalþjálfarinn á komandi tímabili.

Hann, ásamt stjórn Astralis, hefur leitað að sínu sterkasta liði og í þeirri för var 19 ára danskur strákur að nafni Christian „Buzz“ Andersen fenginn til liðs við þá. 

Buzz býr yfir miklum hæfileikum og Astralis sýndi honum mikinn áhuga eftir að hann vann úrslitaleik dönsku „POWER“ deildarinnar, sem var einmitt gegn unglingaliði Astralis.

Hann mun því reyna koma Astralis aftur á þann stað sem þeir voru einu sinni, bestir í heiminum. 

Það verður gaman að fylgjast með næstu mánuðum og hvaða lið munu breyta liðum sínum en margir spá því að Natus Vincere muni gera breytingar á sínu liði eftir lélegan árangur nýlega. 

Buzz er 19 ára strákur frá Danmörku.
Buzz er 19 ára strákur frá Danmörku. Ljósmynd/Astralis
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert