Tækifæri að byrja árið vel

Fyrsta mót ársins.
Fyrsta mót ársins. Ljósmynd/BLAST

Fyrsta Counter-Strike mót BLAST mótaraðinnar fer fram 19-29. janúar. Bestu lið heims keppast um að fá sem flest stig á BLAST mótum svo þau fái að vera með á næstu mótum. 

Á fyrsta BLAST mótinu munu þó samstarfslið BLAST einungis keppa en þau eru 12, þar á meðal eru 5 lið af 10 bestu liðum heims. 

Liðin sem taka þátt eru:

  • Astralis
  • FaZe
  • Vitality
  • Heroic
  • Ninjas in Pyjamas
  • OG
  • Liquid
  • Natus Vincere
  • G2
  • Complexity
  • Evil Geniuses
  • BIG

Þetta mót er tækifæri fyrir liðin að byrja árið vel sem og prófa nýjar útfærslur á leikkerfum og venjast því að spila með nýjum leikmönnum.

Talið er að Ninjas in Pyjamas muni spila nýjum leikmanni sem þeir hafa enn ekki tilkynnt fjölmiðlum en sögur segja að nýi leikmaðurinn sé ungur maður að nafni Daniil „headtr1ck“ Valitov. 

Ekki er enn komið í ljós hvernig riðlarnir líta út fyrir mótið en má búast við mikilli Counter-Strike veislu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert