NASCAR refsar fyrir tölvuleikjabrellur

Hér sést Ross Chastain klessa á vegginn.
Hér sést Ross Chastain klessa á vegginn. Ljósmynd/NASCAR

Ef ökuþórar í NASCAR reyna framúrakstur með því að klessa bíl sínum við vegginn og þvinga sér hratt inn í beygjur eiga þeir von á refsingu frá dómurum. 

Ross Chastain notaði bragðið í keppni á síðasta tímabili en með því náði hann að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Myndskeið af þessu fór út um allt á samfélagsmiðlum og var þetta mjög umdeilt atvik.

Þegar sú staða kom upp að hann sá ekki fram á að ná sæti í úrslitakeppninni brá hann á það ráð að klessa á vegginn og komast þannig fram úr andstæðingunum með miklum hraða. 

Eftir aksturinn sagði Ross að hann hefði lært þessa brellu í tölvuleiknum NASCAR Thunder 2005: Chase for the Cup en hann hafði spilað leikinn sem barn.

NASCAR gaf út á dögunum að ætli ökumenn að taka upp á því að herma eftir Ross muni þeim bíða refsing. NASCAR tekur upp refsingu að hætti Formúlu 1 með 5 sekúndna refsingum og þannig er mögulegt að missa fjölda sæta í keppni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert