Richards: Valrétturinn á Button var nýttur

David Richards, liðsstjóri BAR, átti í nokkrum erfiðleikum með Jacques …
David Richards, liðsstjóri BAR, átti í nokkrum erfiðleikum með Jacques Villeneuve í fyrra og hitteðfyrra og nú hrellir Jenson Button hann.

BAR-stjórinn David Richards vísar á bug þeim staðhæfingum Jensons Button og umboðsaðila hans að liðið hafi ekki nýtt sér valrétt sem það hafði á þjónustu ökuþórsins áður en frestur til þess rann út.

„Jenson fer með rangt mál,“ sagði Richards í Finnlandi í dag, en þar fylgist hann með HM í ralli enda rekur fyrirtæki hans, Prodrive, keppnislið Subaru í rallinu.

„Valrétturinn var nýttur 21. júlí og skrifleg tilkynning þess efnis afhent Essentially Sport [umboðsfyrirtæki Buttons] þýska kappakstursdaginn og það stafesti mótttöku 27. júlí,“ segir Richards.

Er hann var spurður hvort hann væri fús til að taka Button aftur sagði Richards: „Jenson er ökuþór BAR. Hann er jafnaldra syni mínum sem orðið hefur sekur um skelfileg uppátæki sem ég hef þó alltaf fyrirgefið. Þeir eru stundum og að vissu leyti eins og úr sér vaxnir táningar.“

Richards var ófús til að skella skuldinni á stöðu mála á Jenson Button en sagði þá sem að baki honum stæði vera syndaselina. „Ég held að umboðsaðilar Jensons hafi haldið frá honum ákveðinni vitneskju,“ segir Richards sem kveðst áfram um að hitta Button og ræða málin augliti til auglitis við hann fyrir mánudagskvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert