Williams frumsýnir magnaðan bíl

Williams svipti keppnisbíl sinn 2018 hulum á blaðamannafundi í London í gærkvöldi. Við hann eru bundnar vonir um að þetta sögufræga lið komist aftur í fremstu röð í formúlu-1.

Nýi bíllinn er umtalsvert frábrugðinn 2017-bílnum og þykir það endurspegla áhrif hins nýja tæknistjóra Paddy Lowe sem sneri aftur til Williams snemma árs í fyrra eftir dvöl hjá bæði McLaren og Mercedes.

Helstu samverkamenn Lowe við þróun og smíði bílsins voru loftaflsfræðingurinn Dirk De Beer og aðalhönnuðurinn Ed Wood. Þykir mega sjá að gríðarleg vinna hafi verið í að styrkja loftafl bílsins og straumfræði almenn.

„Bíllinn er afurð frábærrar liðsvinnu allra tæknimanna Williams. Á honum er að finna margar nýjungar þótt þær sjáist ekki. Sjá má þó að yfirbyggingin byggir á allt öðruvísi straumfræðilegri hugmynd sem skilað hefur sér í betri bíl,“ sagði Lowe við frumsýninguna.


 


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert