Þolreiðin mikla í Le Mans um helgina

Sextíu bílar verða á rásmarki í Le Mans þegar sólarhringskappaksturinn …
Sextíu bílar verða á rásmarki í Le Mans þegar sólarhringskappaksturinn hefst í dag. AFP

Sólarhringskappaksturinn frægi í Le Mans í norðvestanverðu Frakklandi  hefst  í  Bugatti-brautinni þar í borg í dag. Sextíu keppnisbílar munu æða af stað klukkan 15 að staðartíma, klukkan 13 að íslenskum tíma.

Kappaksturinn nú er  sá 86. í röðinni en keppt er í nokkrum tegundarflokkum. Í aðalflokki keppa svonefndir frumgerðarbílar, LMP1, og hafa þeir gjarnan komið fremstir á mark að lokinni 24 stunda þolreið sem reynir mjög á bíla og ökumenn.  

Hvað ökumenn í Le Mans varðar beinist athyglin mjög að Fernando Alonso, sem keppir fyrir McLaren í formúlu-1, en spreytir sig nú í Le Mans í fyrsta sinn. Þá þreytir annar gamall keppinautur Alonso og fyrrum heimsmeistari líka í formúlu-1, Jenson Button.

Jenson Button við keppnisfák sinn í Le Mans, bíl BR …
Jenson Button við keppnisfák sinn í Le Mans, bíl BR Engineering BR1 AER LMP1. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert