Vettel vann glímuna við Leclerc

Brautin var orðin alveg þurr fyrir seinni æfingu dagsins en …
Brautin var orðin alveg þurr fyrir seinni æfingu dagsins en hér er Sebastian Vettel á ferð á þeirri fyrri. AFP

Sebastian Vettel hjá Ferrari hafði ögn betur við liðsfélaga sinn Charles Leclerc í keppninni hver ætti hraðasta brautarhringinn á seinni æfingunni í Sao Paulo í dag, en þar fer Brasilíukappaksturinn fram um helgina.

Vettel var aðeins 21 þúsundasta úr sekúndu skemur með hringinn og þriðji varð svo Max Verstappen á Red Bull sem var rúmlega 0,1 sekúndu frá tíma Vettels. 

Brautartímarnir voru um tug sekúnda betri á seinni æfingunni enda brautir þá orðnar þurrar og loft- og brautarhiti mun hærri.

Í sætum fjögur til tíu - í þessari röð - urðu Valtteri Bottas og Lewis Hamilton hjá Mercedes, Kevin Magnussen hjá Haas, Daniel Ricciardo hjá Renault, Kimi Räikkönen hjá Alfa Romeo, Alexander Albon á Red Bull og Carlos Sainz á McLaren.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert