Dýrt að missa dekk undan

Dekkið slitnað frá Alfa Romeo bíl Kimi Räikkönens í Spielberg.
Dekkið slitnað frá Alfa Romeo bíl Kimi Räikkönens í Spielberg. AFP

Alfa Romeo þarf að borga 5.000 evra sekt, jafnvirði 750.000 krónur, fyrir að senda Kimi Räikkönen út í brautina í austurríska kappakstrinum í Spielberg þótt hægra framhjól væri illa fest.

Hafði Räikkönen ekið tæpan hring er hjólið losnaði frá bílnum og skaust þvert yfir brautina, rétt fyrir framan bíltrjónu Sebastsian  Vettels. Atvikið átti sér stað rétt eftir aðra ferð öryggisbílsins út í brautina.

Räikkönen féll úr leik en þótt dómararnir segðu hvorki hann né liðið hafa fengið neina vitneskju um hið lausfesta dekk létu þeir fjársektina duga sem refsingu.

Hægra framhjólið reif sig laust af Alfa Romeo bíl Kimi …
Hægra framhjólið reif sig laust af Alfa Romeo bíl Kimi Räikkönens í Spielberg. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert