Féllu á bragði sínu

Lewis Hamilton með sigurlaunin fyrir fyrsta sæti tímatökunnar í Búdapest.
Lewis Hamilton með sigurlaunin fyrir fyrsta sæti tímatökunnar í Búdapest. AFP

Red Bull beitti taktískri brellu til að reyna slá Mercedesliðið útaf laginu í tímatöku ungverska kappakstursins sem var að ljúka í þessu. Virtist snjallt í fyrstu en snerist upp í martröð í lokaumferðinni.

Red Bull setti hröðustu dekkin undir bíla Max Verstappen og Sergei Perez í annarri umferð tímatökunnar í Búdapest og var Verstappen með langbesta tíma í lok lotunnar og Perez eigi langt undan.

En eftir átti að keyra lokalotuna en þá komust ökumenn Red Bull í hann krappan og dekkin höfðu misst grip með þeim afleiðingum að bæði Lewis Hamilton og Valtteri Bottas á Mercedes komust fram úr og unnu toppsætin á rásmarki morgundagsins. 

Verstappen varð þriðji og Perez fjórði en sæti fimm til tíu hrepptu - í þessari röð - Pierre Gasly á AlphaTauri, Lando Norris á McLaren, Charles Leclerc á Ferrari, Esteban Ocon og Fernando Alonso á Alpine og Sebastian Vettel á Aston Martin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert