Gunnleifur varði þrjú víti - Blikar úr leik

Bjarki Gunnlaugsson FH-ingur með boltann í leiknum í kvöld.
Bjarki Gunnlaugsson FH-ingur með boltann í leiknum í kvöld. mbl.is/Ómar

Gunnleifur Gunnleifsson landsliðsmarkvörður tryggði Íslandsmeisturum FH sæti í 16-liða úrslitum VISA-bikarsins í kvöld þegar hann varði þrjár vítaspyrnur í röð gegn Breiðabliki. FH vann vítaspyrnukeppni liðanna 3:1 eftir að framlengdur leikur liðanna endaði 1:1.

Guðmundur Pétursson kom Blikum yfir á 71. mínútu en Björn Daníel Sverrisson jafnaði fyrir FH mínútu síðar og þar við sat.

Í vítaspyrnukeppninni var Breiðablik með undirtökin eftir að FH nýtti ekki tvær fyrstu spyrnur sínar. Þá tók Gunnleifur völdin, varði þrjár spyrnur Blikanna á meðan FH-ingar skoruðu úr sínum og tryggðu sér sigurinn.  Bikarmeistararnir frá 2009 eru þar með fallnir úr keppni.

Lið Breiðabliks: Ingvar Þór Kale, Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Kári Ársælsson, Elfar Freyr Helgason, Kristinn Jónsson, Olgeir Sigurgeirsson, Jökull Elísarbetarson, Guðmundur Kristjánsson, Alfreð Finnbogason, Haukur Baldvinsson, Guðmundur Pétursson.
Varamenn: Sigmar Ingi Sigurðarson, Árni Kristinn Gunnarsson, Finnur Orri Margeirsson, Kristinn Steindórsson, Rannver Sigurjónsson, Elvar Páll Sigurðsson, Andri Rafn Yeoman.

Lið FH: Gunnleifur Gunnleifsson, Guðmundur Sævarsson, Tommy Nielsen, Pétur Viðarsson, Hjörtur Logi Valgarðsson, Bjarki Gunnlaugsson, Hákon Atli Hallfreðsson, Matthías Vilhjálmsson, Atli Viðar Björnsson, Torger Motland, Atli Guðnason.
Varamenn: Gunnar Sigurðsson, Freyr Bjarnason, Björn Daníel Sverrisson, Jón Ragnar Jónsson, Hafþór Þrastarson, Helgi Valur Pálsson, Einar Karl Ingvarsson.

Breiðablik 2:4 FH opna loka
120. mín. Leik lokið Framlengingunni er lokið. Staðan er enn jöfn, 1:1, og nú ráðast úrslitin í vítakeppni. Það er rafmögnuð spenna á Kópavogsvelli.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert