Benzema í vondum málum

Franski knattspyrnumaðurinn Karim Benzema, leikmaður Real Madrid, er sagður hafa eytt nóttinni í fangaklefa en eins og fram hefur komið var hann handtekinn í gær.

Leikmaðurinn var handtekinn og yfirheyrður af lögreglunni í gær en hann er viðriðinn fjárkúgunarmáli vegna kynlífsmyndbands af Mathieu Valbuena. Benzema og fleiri aðilar eru grunaðir um að hafa beitt Valbuena fjárkúgun með því að hóta honum að birta myndbandið.

AFP fréttaveitan greinir frá því í dag að Benzema hafi játað aðild sína að málinu og reiknað er með því að hann verði leiddur fyrir dómara í dag þar sem hann verður ákærður.

Benzema hefur ekki spilað með Real Madrid í síðustu leikjum vegna meiðsla. Hann er 27 ára gamall og hefur verið í herbúðum Real Madrid frá árinu 2009 og þá á hann að baki 81 leik með franska landsliðinu.

Karim Benzema, hettuklæddur, er hér í fylgt lögreglu.
Karim Benzema, hettuklæddur, er hér í fylgt lögreglu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert