Benzema í banni hjá franska landsliðinu

Franski framherjinn Karim Benzema sem leikur með Real Madrid mun ekki leika með franska landsliðinu fyrr en niðurstaða fæst í fjárkúgunarmáli sem hann er flæktur í.  

Benzema er ákærður fyrir hlutdeild í fjárkúgunarbroti félaga sinna sem gerðu tilraun til þess að kúga fá úr samherja Benzema í franska landsliðinu, Mathieu Valbuena.

Verði Benzema fundinn sekur í málinu gæti hann átt yfir höfði sér fimm ára fangelsisdóm.

„Franska knattspyrnusambandið hefur tekið ákvörðun í málinu sem ég sem forseti sambandins er sáttur við,“ sagði Noel Le Graet, forseti franska knattspyrnusambandsins um ákvörðun sambandsins um tímabundið banna Benzema frá franska landsliðinu 

„Á meðan réttarkerfið hefur ekki kveðið upp dóm þess efnis hvort ásakanir á hendur Benzema eru á rökum reistar eður ei mun franska knattspyrnusambandið sitja fastir við sinn keip," sagði Noel Le Graet, enn fremur.

Karim Benzema og Mathieu Valbuena þegar allt lék í lyndi. …
Karim Benzema og Mathieu Valbuena þegar allt lék í lyndi. / AFP / PHILIPPE HUGUEN AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert