Kolbeinn fær það óþvegið frá þjálfaranum

Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson. AFP

Þjálfari íslenska landsliðsmannsins Kolbeins Sigþórssonar hjá Nantes, Michel Der Zakarian, er ekki ánægður með Kolbein og segir hann meðal annars of þungan og þurfi að breyta lífstíl sínum í Nantes.

„Það er eðlilegt að kalla leikmann eins og hann toppleikmann. En toppleikmaður á að sýna gæði sín á vellinum sem og utan vallarins á hverjum degi. Hingað til hefur hann ekki sýnt neitt. Kolbeinn hefur verið hér í sex mánuði núna og hefur ekki náð mörgum heilum æfingavikum. Þú getur ekki náð árangri ef þú æfir ekki rétt." sagði Zakarian.

„Til þess halda liðsandanum hjá leikmönnum góðum þá þarf maður að æfa oft. Að bera virðingu fyrir félaginu og gefa af sér. Ég hugsa að forsetinn hafi gefið honum mikið og hann á að gera slíkt hið sama á vellinum," sagði Zakarian.

Nantes breytti um liðsuppstillingu til þess að láta Kolbein falla betur inn í liðið en það hefur ekki gengið eftir. Segir Zakarian að það sé meðal annars vegna þess Kolbein sé of þungur.

„Þrátt fyrir það (breytingarnar) þá þarf hann að vera miklu hreyfanlegri og bjóða upp á meira í leik sínum. Ef þú missir fjögur eða fimm kíló þá hreyfiru þig meira. Hann þarf líka að huga betur að lífstíl sínum. Hann er of þungur. Í dag er árangur hans ekki góður. Þannig er það nú. Miðað við þá fjárfestingu sem félagið lagði í hann þá gerum við meiri kröfur,“ sagði Zakarian.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka