Benzema fer ekki á EM í sumar

Karim Benzema.
Karim Benzema. AFP

Karim Benzema, framherji Real Madrid og franska landsliðsins, hefur upplýst að hann muni ekki vera hluti af leikmannahópi Frakklands í lokakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu á heimavelli í sumar. Franska knattspyrnusambandið hefur staðfest það sömuleiðis.

Framtíð Benzema með franska landsliðinu hefur verið í lausu lofti frá því fyrr í vetur, þegar hann var settur í tímabundið bann vegna atviks sem kom upp innan liðsins.

Á síðasta ári var Benzema ákærður fyr­ir fjár­kúg­un­ar­brot þar sem hann (ásamt fé­lög­um sín­um) ætlaði sér að kúga út fé úr liðsfé­laga sín­um hjá franska landsliðinu, Mat­hieu Val­bu­ena, gegn því að birta kyn­lífs­mynd­band af hon­um sem Benzema og hans föru­neyti hafði und­ir hönd­um.

Meðal þeirra sem stigu fram þegar málið stóð sem hæst var Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, sem sagðist ekki hrifinn af því að Benzema fengi tækifæri á ný með landsliðinu.

„Vegna yngri iðkenda þá á svona íþrótta­stjarna að sýna for­dæmi. Fót­bolt­inn er okk­ar þjóðar­arf­ur. Það er ekki bara eitt­hvað sem fólk hætt­ir að hafa áhuga á. Hann mun vekja at­hygli. All­ar gjörðir og ákv­arðanir eru mik­il­væg­ar,” sagði Valls fyrr í vetur.

Fleiri fréttir mbl.is um mál Benzema má sjá í meðfylgjandi fréttaknippi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert