Segir Benzema saklausan

Karim Benzema var ekki í leikmannahópi Frakklands á EM 2016.
Karim Benzema var ekki í leikmannahópi Frakklands á EM 2016. AFP

Einn af aðalsakborningunum í fjárkúgunarmáli, Mustapha Zouaoui, segir að franski framherjinn Karim Benzema sé ekki meðsekur. Benzema er grunaður um að eiga aðild að fjárkúgun á samlanda sínum Mathieu Valbuena sem spilar fyrir Lyon í Frakklandi. 

Reynt var að kúga fé út úr Valbuena með því að hóta dreifingu á kynlífsmyndbandi þar sem leikmaðurinn kom fyrir. Benzema lét Valbuena vita um tilvist myndbandsins símleiðis og þá var talið er hann væri viðriðinn málið. 

„Lögreglan tók þessu sem yfirlýsingu glæpamanns en ásetningur Benzema var aðeins að hjálpa Valbuena,“ sagði Zouaoui. 

Vegna málsins var honum vísað úr franska landsliðinu og missti hann því af Evrópumótinu í Frakklandi í sumar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert