Góðar fréttir fyrir Heimi

Símun Samuelsen skorar hjá Hannesi Þór Halldórssyni í leik milli …
Símun Samuelsen skorar hjá Hannesi Þór Halldórssyni í leik milli Keflavíkur og Fram. mbl.is/Golli

Heimir Guðjónsson, þjálfari færeyska knattspyrnuliðsins HB í Þórshöfn, fékk góðar fréttir í gær.

Einn af lykilmönnum liðsins, Símun Samuelsen, skrifaði þá undir nýjan eins árs samning við félagið. Hann er 32 ára gamall og er íslenskum knattspyrnuáhugamönnum að góðu kunnur en hann lék með Keflvíkingum frá 2005 til 2009 og átti afar góðu gengi að fagna með Suðurnesjaliðinu.

Heimir, sem yfirgaf FH í haust eftir glæsilegan feril, fyrst sem leikmaður og síðan þjálfari, tók við HB-liðinu í haust og æfingar liðsins fyrir tímabilið hófust í vikunni en keppni í færeysku deildinni hefst í mars.

Heim­ir er sig­ur­sæl­asti starf­andi íslenski þjálf­arinn en hann þjálfaði lið FH frá ár­inu 2008 og und­ir hans stjórn varð það fimm sinn­um Íslands­meist­ari, einu sinni bikar­meist­ari og komst tví­veg­is í um­spil um sæti í Evr­ópu­deild­inni.

Heimir Guðjónsson
Heimir Guðjónsson mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert