Höfnuðu öðru tilboði í Jón Guðna

Jón Guðni Fjóluson í búningi Norrköping.
Jón Guðni Fjóluson í búningi Norrköping. Ljósmynd/ifknorrkoping.se

Sænska knattspyrnuliðið Norrköping hefur hafnað öðru tilboði frá belgíska félaginu Zulte Waregem í miðvörðinn Jón Guðna Fjóluson.

Þetta kemur fram á vef sænska blaðsins Expressen í dag en Jón Guðni átti afar gott tímabil með Norrköping á síðustu leiktíð. Samkvæmt Expressen hljóðaði tilboð Zulte Waregem í Jón Guðna upp á 5 milljónir sænskra króna en það jafngildir tæpum 65 milljónum íslenskra króna.

Forráðamenn Norrköping vilja ekki missa Jón Guðna úr sínum röðum en samningur hans við félagið rennur út eftir næstu leiktíð.

Jón Guðni, sem er uppalinn í Fram, er 28 ára gamall og kom til Norrköping frá sænska liðinu Sundsvall fyrir tveimur árum en þar áður lék hann með liði Beerschot í Belgíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert