Messi galdraði Barcelona úr vandræðum

Boltinn á leið í netið eftir glæsilega aukaspyrnu Lionel Messi.
Boltinn á leið í netið eftir glæsilega aukaspyrnu Lionel Messi. AFP

Barcelona vann 2:1-sigur á Alavés í spænsku A-deildinni í knattspyrnu í kvöld. Philippe Coutinho var í byrjunarliði Barcelona og lék sinn fyrsta leik fyrir liðið eftir að hann var keyptur frá Liverpool. Hann náði sér hins vegar ekki á strik og var tekinn af velli á 66. mínútu í stöðunni 1:0 fyrir Alavés.

John Guidetti kom Alavés yfir á 23. mínútu og var staðan 1:0 þangað til á 72. mínútu er Luis Suárez jafnaði með skoti úr þröngu færi. 12 mínútum síðar skoraði Lionel Messi sigurmarkið beint úr aukaspyrnu og enn einn sigur Barcelona staðreynd. 

Börsungar eru með 11 stiga forskot á Atletico Madrid á toppi deildinnar og með 19 stiga forskot á Real madrid sem er í 4. sæti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert