Fá væntanlega ekki fleiri miða

Fólk getur verslað ýmislegt tengt mótinu í Rússlandi.
Fólk getur verslað ýmislegt tengt mótinu í Rússlandi. AFP

Framkvæmdastjóri KSÍ gerir ekki ráð fyrir því að Íslendingar fái fleiri miða á leiki á HM í Rússlandi en þau 8% sölumiða sem áður hafði verið greint frá. Miðað við það verða einungis 3200 Íslendingar á vellinum í Moskvu þegar Ísland mætir Argentínu í fyrsta leik 16. júní.

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, kveðst í samtali við mbl.is ekki hafa upplýsingar um hversu margir Íslendingar hafi sótt um miða í öðru söluferlinu vegna HM. Ferlinu lýkur á morgun en miðaumsækjendur fá að vita í síðasta lagi um miðjan mars hvort þeir fái ósk sína um miða uppfyllta.

Margir vilja sjá Messi reyna sig gegn íslenska liðinu.
Margir vilja sjá Messi reyna sig gegn íslenska liðinu. AFP

Annar hluti miðasölunnar hófst 5. desember og engu máli skiptir hvort sótt var um þá eða í kvöld; all­ir fara í happ­drætti þar sem dregið verður úr hverj­ir fá miða á þá leiki sem þeir sækja um ef ekki reyn­ist nægt fram­boð af miðum.

Áður hefur verið greint frá því að íslensku flugfélögin, Wow air og Icelandair, muni reyna að ferja þá Íslendinga sem vilja fara til Rússlands. Skúli Mogensen, forstjóri Wow, sagði rétt eftir að dregið var í riðla í byrjun desember að loftbrú yrði á milli Íslands og Rússlands.

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ.
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ. mbl.is/Golli

Auk þess eru nokkr­ar ferðaskrif­stof­ur með pakka­ferðir til sölu. Ferð á einn leik Íslands á HM í Rússlandi næsta sum­ar, þar sem gist­ing í tvær til þrjár næt­ur, flug, rútu­ferðir og eft­ir at­vik­um leiðsögn, er innifal­ið, gæti kostað á bil­inu 200 til 250 þúsund krón­ur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert