Östersund vann Arsenal á útivelli

Leikmenn Östersund fagna í kvöld. Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er …
Leikmenn Östersund fagna í kvöld. Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er ekki eins hrifinn. AFP

Arsenal er komið áfram í 16 liða úrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta, þrátt fyrir 2:1-tap gegn sænska liðinu Östersund á heimavelli í kvöld. Arsenal vann fyrri leikinn 3:0 og fer því áfram eftir samanlagðan 4:2-sigur.

Hosam Aiesh og Ken Sema skoruðu með mínútu millibili og fyrri hálfleik og komu Östersund í 2:0-forystu og þurfti sænska liðið aðeins eitt mark til viðbótar til að jafna einvígið. Það kom hins vegar ekki og Sead Kolasinac skoraði fyrir Arsenal á 47. mínútu og reyndist það síðasta mark leiksins. 

Leikmenn Östersund geta því kvatt keppnina með mikilli sæmd en liðið kom gríðarlega á óvart, fyrst með því að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar og komast síðan áfram í 32ja liða úrslitin.

Borussia Dortmund er einnig komið áfram eftir 1:1-jafntefli við Atalanta á útivelli í kvöld. Dortmund vann fyrri leikinn 3:2 og fer því áfram með 4:3-sigri í einvíginu. AC Milan vann 1:0-sigur á Ludogorets frá Búlgaríu og fer örugglega áfram með 4:0-samanlögðum sigri. 

Hér að neðan má sjá úrslitin úr öllum leikjunum sem hófust kl. 20:05:
Arsenal - Östersund 1:2 (samanlagt 4:2)
Atalanta - Dortmund 1:1 (samanlagt 3:4)
Athletic Bilbao - Spartak Moskva 1:2 (samanlagt 4:3)
AC Milan - Ludogorets 1:0 (samanlagt 4:0)
Red Bull Salzburg - Real Sociedad 2:1 (samanlagt 4:3)
Braga - Marseille 1:0 (samanlagt 1:3)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert