Sara ekki valin í heimsliðið

Sara Björk Gunnarsdóttir.
Sara Björk Gunnarsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Alþjóðaleikmannasamtökin, FIFPro, hafa opinberað valið á úrvalsliði í kvennaflokki í knattspyrnu fyrir árið 2017.

55 leikmenn voru tilnefndir og var landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir, leikmaður þýska meistaraliðsins Wolfsburg, ein þeirra en hún var tilnefnd í hóp 15 bestu miðjumanna heims.

Sara var ekki valin í 11 manna heimsliðið sem tilkynnt var í dag en í liðinu eru tveir samherjar hennar hjá þýska meistaraliðinu Wolfsburg, sænski varnarmaðurinn Nilla Fischer og danski framherjinn Pernille Harder.

Heimsliðið lítur þannig út:

Markvörður:
Hedvig Lindahl (Svíþjóð - Chelsea FC)

Varnarmenn:
Lucy Bronze (England - Lyon)
Nilla Fischer (Svíþjóð - Wolfsburg)
Wendie Renard (Frakkland - Lyon)
Irene Paredes (Spánn - PSG)

Miðjumen:
Camille Abily (Frakkland - Lyon)
Dzsenifer Marozsán (Þýskaland - Lyon)
Marta Vieira da Silva (Brasilía - Orlando Pride)

Sóknarmenn
Pernille Harder (Danmörk - Wolfsburg)
Lieke Martens (Holland - FC Barcelona)
Alex Morgan (Bandaríkin - Orlando Pride)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert